Fimbulvetur

84 mínir veittu þér aðgang út á ísinn?“ Hún fann magann herpast saman í hnút. „Og kossinn,“ hélt hún áfram hikandi, „ég vænti þess að kossinn hafi líka verið hluti af tilrauninni?“ Hún gat varla komið síðustu orðunum heilum upp úr sér. Tilfinningagrauturinn samanstóð nú af litlu öðru en hreinni reiði og sárum vonbrigðum. „Kossinn?“ spurði Kennarinn hissa en Blær lét eins og hann væri ekki þarna. „Nei,“ svaraði hún, „einmitt ekki! Verkefnið snerist um að kynnast einhverjum, jú, svo mikið er rétt, og í fyrstu vildi ég bara nota þig til að fá upplýsingar. Og ekki skemmdi fyrir að foreldrar þínir væru jurtafræðingar. En svo fór ég að kynnast þér betur og eftir atvikið úti á ísnum þá breyttist allt. Ég hef ekkert skrifað eftir það, ekki orð, ég sver það, og ég ætla ekki að halda áfram

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=