Fimbulvetur
83 „Þetta var mín hugmynd,“ tilkynnti Kennarinn stoltur og virtist fullkomlega ólæs á sárindin sem skinu úr andliti Katrínar, „að setja Blæ á skólabekk neðanjarðar og láta hana vinna úr því sem rannsóknarverkefni. Afraksturinn fór fram úr mínum björtustu vonum og ég er ekki frá því að þetta verði útgáfuhæft áður en yfir lýkur.“ Katrín hafði bara séð brot af því sem Blær hafði skrifað og skrásett en nóg til að fá óbragð í munninn. Þarna voru lýsingar úr fyrstu kennslustundinni og ljósmyndir sem hún hafði tekið í laumi. Löng greining á atvikinu í matsalnum og margar blaðsíður af texta um Katrínu sjálfa sem hún vildi helst ekki vita af. „Ég býst við að fíni maturinn frammi sé til staðar svo þú getir skrifað hvernig neðanjarðarpöddu eins og mér finnist hann smakkast,“ sagði hún bitur, „og að þú hafir valið mig vegna þess að foreldrar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=