Fimbulvetur
80 „Nei, nei,“ svaraði hún hissa, „ég biðst afsökunar, ég á ekki að vera hérna, ég átti að bíða frammi, fyrirgefðu.“ Höfuðið hallaðist örlítið fram, eins og veran væri að virða hana betur fyrir sér, augnalaus og munnlaus. Hvaðan kom röddin eiginlega? „Leyfist mér að spyrja yður að nafni?“ „Katrín.“ Það lifnaði yfir vélmenninu að heyra nafnið. Kuldalegur líkaminn breytti um lit og baðaði herbergið bláum ljóma. „Katrín! Ég trúi þessu ekki! Það ert þú sjálf!“ Vélarnar í kring kveiktu á sér ein af annarri og Gaffi gelti hástöfum úr horninu. Katrín sneri sér við til að fara aftur fram á gang en nú voru dyrnar lokaðar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=