Fimbulvetur

79 Ekkert er raunverulegt. Katrín var við það að snúa aftur fram í borðstofu þegar dyr opnuðust skyndilega hinum megin í herberginu. Henni brá svo að sjá aðra mannveru að hún æpti upp yfir sig. „Ég biðst innilega afsökunar,“ sagði einhver mjúkri og dáleiðandi röddu, „ég vissi ekki að hér væru gestir.“ Mannveran steig inn í birtuna og í ljós kom að hún var ekki mannleg nema að forminu til. Hún var úr skínandi málmi frá toppi til táar og laus við öll eðlileg persónueinkenni. Höfuðið var eins og kúptur andlitslaus spegill og Katrínu brá að mæta þar eigin augliti. Bláu blettirnir framan í henni voru enn ekki horfnir eftir kuldakastið. Hárið var rétt byrjað að spíra yfir skallann og hún virkaði afskaplega mjó að sjá. Hún átti enn töluvert langt í land með að jafna sig eftir slysið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=