Fimbulvetur

77 „Er þetta herbergið þitt?“ spurði Katrín og studdi sig við vegginn til að komast nær. Gaffi svaraði engu, másaði bara og blés, eins og það myndi einhvern veginn opna dyrnar hraðar. „Bíddu rólegur, ég er að koma.“ Katrín skakklappaðist yfir að dyrunum og hafði ekki fyrr opnað en Gaffi skaust fram hjá henni með slíku offorsi að hún missti næstum jafnvægið. Um leið og hann hljóp inn fyrir kviknuðu ljós um allt rýmið og Katrín sá að þetta var einhvers konar vinnustöð. Á veggnum hægra megin var skrifborð fullt af vírum og tökkum en vinstra megin stóðu hreyfingarlaus véldýr af ýmsum toga í röð. Gaffi tók sér stöðu hjá þeim og lagðist grafkyrr niður á gólfið. „Auðvitað ertu ekki alvöru hundur,“ muldraði Katrín vonsvikin og rifjaði upp það sem Blær hafði sagt strax á fyrsta degi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=