Fimbulvetur

76 Leynimakk Katrín teygði úr sér og dró andann djúpt. „Svei mér þá,“ sagði hún við hundinn, ekki alveg laus við pirring yfir trufluninni, „ég veit ekki hvernig þetta gerðist eða hvað hefði gerst hefðir þú ekki truflað okkur.” Hann virtist skammast sín vegna atviksins, því hann skottaðist í burtu frá henni og yfir í næsta herbergi. Katrín horfði á eftir honum og velti fyrir sér hversu lengi hún mætti bíða áður en Blær sneri til baka. Líkaminn var endur- nærður eftir óvænt blíðuhótin og hún ákvað að hætta sér í smá göngutúr. Hún steig varlega upp úr stólnum og haltraði yfir að dyragættinni. Gaffi hafði numið staðar við lokaðar dyr á næsta gangi og beið þar sallarólegur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=