Fimbulvetur

73 „Algjörlega,“ svaraði Blær, „og hann heitir Gaffi. Ég leyfi ykkur að kynnast í ró og næði.“ Þetta var næstum því of mikið fyrir Katrínu. Gaffi reisti sig upp við hægindastólinn og nuddaði blautu nefinu við handleggina á henni. Tilfinningarnar blossuðu upp svo hratt að hún réði vart við þær. Gleði. Afbrýðisemi. Forvitni. Reiði. Væntumþykja. Kvíði. Léttir. Beiskja. Hamingja. Og allar blönduðust þær saman í hrærigraut sem hún kunni engin skil á. „Er ekki allt í lagi?“ spurði Blær þegar hún sá tár renna niður kinn vinkonu sinnar. „Jú, auðvitað,“ svaraði Katrín og strauk mjúkan hundsfeldinn. Hún leit á Blæ og sá hana öðrum augum en áður. Það var ekki bara að hún liti út eins og strákur, því var hún næstum farin að venjast. Nei, það var eitthvað dýpra og mun persónulegra. Innan um vellystingarnar, auðæfin og stássið í skipinu virkaði Blær agnarsmá og óörugg,

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=