Fimbulvetur

70 Blær glotti. „Hvernig veistu að stelpan sem þú kynntist sé raunverulega ég?” Katrín vissi ekki lengur hverju hún átti að trúa. „Stelpan sem þú þekkir sem Blæ var búin að lofa að koma ekki hingað aftur,“ hélt strákurinn áfram, „og hún efnir sín loforð. En þessi strákur hefur engu lofað og getur því engan svikið. Komdu nú, áður en það verður of seint!“ Blær ýtti Katrínu í stólnum að lokaðri lyftu sem ferjaði þær beina leið upp í geimskipið og opnaðist inn í fagurlega skreyttan sal fullan af málverkum og styttum. Katrín átti ekki orð til að lýsa herlegheitunum. Blær benti á hin og þessi listaverk og útskýrði hvaðan þau komu. Hún sýndi henni minjar frá löndum sem Katrín þekkti bara úr sögutímum og landafræði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=