Fimbulvetur

68 að rúminu, óviss um hvort hún hefði kraft til að klifra aftur upp í. „Hann segist vera með mikilvæg skilaboð til þín!“ Katrín andvarpaði og beit á jaxlinn. Hann hafði nú bjargað lífi hennar með því að elta þær og kjafta frá. Það mátti hann eiga, þrátt fyrir allt hitt. „Allt í lagi,“ svaraði hún, „ég kem.“ Hún sveif inn ganginn og fram á biðstofu. „Sko, Lúkas,“ byrjaði hún um leið og dyrnar opnuðust en snarþagnaði þegar hún sá allt annan strák bíða sín á bekknum. Hann var á hennar aldri og klæddur í gráan skólabúning en Katrín kannaðist ekkert við kauða. Hárið var stutt og brúnt, kjálkarnir breiðir og eyrun útstæð. Mjóar varir brostu eins og þau væru bestu vinir. Hann stóð á fætur og gekk til hennar. Eldrauð augun glitruðu eins og stjörnur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=