Fimbulvetur

66 „Það er búið að tala við móður hennar og stúlkan mun hvorki snúa aftur í skólann né aftur hingað niður,“ útskýrði pabbi hennar. „En – ég skil ekki – hvers vegna? – hún gerði ekkert verra en ég?“ „Hún játaði allt,“ svaraði Lúkas, „þú getur hætt að ljúga fyrir hana.“ „Það er satt,“ sagði mamma hennar, „hún tók á sig fulla ábyrgð á ferðalaginu og það var ákveðið, vinalega og í samráði við þær mæðgur, að hún kæmi ekki aftur.“ „Þær borguðu þó spítalareikninginn,“ bætti pabbinn hreykinn við, „það mega þær eiga.“ Katrín sat þögul í hjólastólnum og gat ekki hlustað á meira. Hún sagðist vera þreytt og bað sjúkraliðana að ferja sig inn í hlýtt og mjúkt rúm. Þar lá hún hreyfingarlaus með tárin í augunum og gat sig hvergi hrært langt fram á kvöld, þar til svefninn gaf henni loksins grið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=