Fimbulvetur

65 „Lúkas kom til okkar og sagði okkur allt af létta,“ útskýrði mamma hennar, „varaði okkur við þessari ólukkans ferð ykkar, svo við gátum sent varðvélarnar út á eftir ykkur.“ „Sem betur fer!“ botnaði pabbi hennar. „Og rétt í tæka tíð til að ferja þig heim í hjúkrun og senda þessa stelpuskjátu sína leið! Að hugsa sér að þú hafir leyft henni að hafa þig út í svona hálfvitaskap!“ „Ég vissi að henni væri ekki treystandi,“ bætti Lúkas við hreykinn, „alveg frá því að ég sá hana fyrst.“ Katrín þoldi ekki að heyra þau tala svona illa um Blæ þegar ekkert þeirra þekkti hana í raun og veru. Þær höfðu gengið í gegnum einstaka upplifun saman úti í frostinu og Katrín fann að samband þeirra hafði gjörbreyst eftir óhappið. Hún vildi hitta hana aftur, hvað sem það kostaði, en fólkið hennar vildi ekki heyra á hana minnst.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=