Fimbulvetur

64 Foreldrar hennar stukku upp úr sætunum á biðstofunni og þau voru innilega glöð að heimta dóttur sína aftur úr helju. Katrín var heillengi að melta allt sem gerst hafði og tók fjölskyldu sinni vel. Hún hafði samt meiri áhuga á að finna Blæ. Hún svipaðist um á biðstofunni en sá eini sem hafði fylgt foreldrunum var Lúkas, sem sat vandræðalegur á bekk fyrir miðju og beið þess að vera ávarpaður. Hún nikkaði til hans kurteislega, sneri sér svo aftur að foreldrunum og spurði um Blæ. „Við munum ræða þetta allt saman þegar þú ert búin að ná þér,“ útskýrði pabbi hennar, „en í stuttu máli þarftu ekki að hafa áhyggjur af þeim vandræðagemlingi lengur. Þú ættir frekar að þakka Lúkasi!“ Hann benti á bekkinn og Lúkas stóð feimnislega á fætur. „Lúkasi?“ endurtók Katrín forviða. „Hvað meinarðu? Og hvar er Blær?“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=