Fimbulvetur

62 „Ekki setjast upp strax,“ sagði einhver handan móðunnar, „leyfðu okkur að hjálpa þér.“ Búrið opnaðist nú frá öllum hliðum eins og blóm. Tveir sjúkraliðar reistu stúlkuna upp og færðu hana yfir í hjólastól. Þau útskýrðu að vöðvarnir þyrftu tíma til að jafna sig, því hún hefði legið í móki í fimm daga og bæði þurft að þola frost- skaða og heilmikla læknismeðferð. „Það fóru dagsbirgðir af heitu vatni í að halda þér lifandi og auk þess þurfti að sníða handa þér næstum heilt lag af nýrri húð til að taka burtu kalblettina!“ Katrín færði hægri höndina yfir á vinstri handlegg með erfiðismunum og strauk á sér húðina. Hún var silkimjúk og full- komlega hárlaus. Hún bað um að fá að líta í spegil og dauðbrá þegar hún sá að hún var dökkblá í kringum augun, blettótt í framan og höfuð hennar hafði þar að auki verið snoðað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=