Fimbulvetur

61 Hiti Katrín rankaði við sér í svitabaði. Öndunar- gríma pumpaði í hana súrefni. Í fyrstu taldi hún sig enn vera í hlífðarbúningnum uppi á yfirborði. Smátt og smátt rann upp fyrir henni að hún lá á mjúkri dýnu í heitu glerbúri, klædd þunnum hvítum kjól. Katrín leyfði sér að slaka á og njóta þess að geta hreyft bæði hendur og fætur. Á meðan leitaði hugurinn aftur í frostið. Hún mundi eftir ófreskjunni í snjónum og fallinu niður hólinn. En engu eftir það. Nú skipti það svo sem ekki máli. Nú var hún örugg. Skyndilega var bankað á glerið svo Katrínu dauðbrá. Búrið opnaðist hægt ofan frá. Hún settist upp til að teygja úr sér en féll umsvifalaust aftur niður á dýnuna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=