Fimbulvetur
60 Blær hvarf í móðu og ískristalla sem dreifðu sér yfir glerið eins og maurar á iði innan í hjálminum. Katrín titraði og skalf og fann líkamskraftinn þverra. „Katrín! Svaraðu mér!“ Hún fann Blæ hrista sig, toga á fætur og halda utan um sig en féll máttlaus aftur í snjóinn og fann nístandi sársauka bæði í fingrum og tám. Tennurnar skulfu svo hratt að hún tók ekki eftir því að hún hafði bitið neðri vörina til blóðs. Líkaminn gerði allt sem hann gat til að verjast kuldanum, stífnaði upp og dróst saman í fósturstellingu en ekkert gekk. Hún varð vot um augun af áreynslunni og fann tárin frjósa og mynda þunnar ísrákir niður kinnarnar. Tennurnar hættu smátt og smátt að skjálfa. Katrín heyrði örvæntingarópin í vinkonu sinni en fann ekki lengur fyrir sjálfri sér. Hvítt ljósið vék fyrir kolniðamyrkri.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=