Fimbulvetur

59 þetta eftirköst af ímynduðum lífsháska sem færði þær svona saman. Katrín fann fyrir svipaðri tilfinningu og skynjaði sterka löngun til að komast nær henni, ekki bara til að næla sér í framandi ávexti og annað ríkidæmi útgeimsins, heldur til að kynnast henni og vera með henni. Hún brosti á móti og leyfði sér að dreyma um að hjálmarnir gufuðu upp eins og sporin svo hún gæti smellt á hana hlýjum kossi úti í nístingsköldum óbyggðunum. Hún fann hrísling fara um sig og titring frá hvirfli og ofan í tær. Hún opnaði munninn til að segja eitthvað við Blæ en kom ekki upp heilu orði því varirnar skulfu svo mikið. Hún fylgdist með augnaráðinu breytast úr aðdáun í áhyggjur. „Katrín?“ spurði Blær alvörugefin. „Katrín?“ endurtók hún hærra og hristi vinkonu sína. „Er allt í lagi með þig?“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=