Fimbulvetur

58 Blær rúllaði niður brekkuna eins og bolti og tók Katrínu með sér í fallinu. Þær lentu með látum á glerhörðum snjónum, Blær ofan á Katrínu, öðru sinni í faðmlögum, þó töluvert klunnalegri en áður. Óttaslegin augun mættust í gegnum glerið og hjörtun hömuðust í takt á meðan þær áttuðu sig á aðstæðum. Blær var fyrri til að skella upp úr og var snögg að smita Katrínu af taugaveikluðum hlátri sem fyllti kallkerfið á milli þeirra. Dýrið var á bak og burt og báðar fundu fyrir ósegjanlegum létti að liggja saman öruggar og að hafa ekki endað í ófreskjumaga. „Hvað í andskotanum var þetta?“ spurði Blær í gegnum hláturshrinuna. „Ég veit það ekki,“ svaraði Katrín andstutt. Blær brosti og horfði svo lengi og djúpt í augun á Katrínu að hún fór næstum hjá sér undan augnaráðinu. Hún skynjaði aðdáun úr augum geimstúlkunnar sem hafði ekki verið þar áður. Kannski voru

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=