Fimbulvetur

57 En himinninn var heiður, fyrir utan ein- staka ský og hver vissi svo sem hverslags hryllingur gæti legið í felum á bak við skýin? „Komum,“ sagði Katrín og fann röddina titra í hálsinum. „Ég vil fara heim.“ Blær kinkaði kolli og sleppti takinu. Katrín fótaði sig varlega af stað niður hólinn en Blær stóðst ekki freistinguna að stíga nokkur skref fram á við til að skoða fótsporin örlítið betur. Katrín heyrði öskrin í vinkonu sinni óma í talstöðvarkerfinu þegar snjórinn reis upp eins og draugur, hristi sig og skók og rétti úr sér upp á afturfæturna, höfðinu hærri en Blær. Veran var hvítloðin, með kringlótt, svört augu og þykkar tennur og Blæ krossbrá. Hún missti jafnvægið og féll aftur fyrir sig á meðan furðuveran hvarf niður hólinn hinum megin, álíka óttaslegin og stúlkurnar tvær.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=