Fimbulvetur

54 Frost Frostrisar, hugsaði Katrín, því hvað annað gat þetta verið? Þær rýndu í sporin. Tvær breiðar klær mynduðu sveig utan um langa mjóa miðjutá. Í kringum hvert spor mátti líta þunn núningsför sem Blær taldi vera eftir loðfeld. Þær voru þó engu nær um upprunann. Katrín tók stefnuna umhugsunarlaust aftur að lyftunni en Blær var þegar tekin að príla upp á við. „Ertu frá þér?“ spurði Katrín æst. „Hvað ef ófreskjan er bara rétt handan við hólinn?“ „Einmitt! Er þetta ekki spennandi?“ Blær virtist vera utan við sig. „Og hvers vegna kallarðu hana ófreskju,“ bætti hún við, „eða ertu vön að dæma fólk út frá fótsporum þess?“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=