Fimbulvetur

53 „Ég hef heimsótt heitu löndin, þau eru ekkert merkilegri.“ Katrín greindi undar- legan fýlutón í röddinni, eins og Blær væri vonsvikin yfir ísbreiðunni. „Komdu,“ skipaði hún, „ég hef séð nóg.“ Þær fylgdu eigin fótsporum og töluðust ekki við á bakaleiðinni. Katrín nýtti hvert augnablik til að horfa vel í kringum sig og leggja smáatriðin á minnið. Hún vissi að hingað kæmi hún aldrei aftur. Hún var með augun á frosinni rútu þegar Blær fraus í sporunum og Katrín lenti beint aftan á henni. Hún bjóst við að vera skömmuð fyrir athyglisbrestinn og var byrjuð að afsaka sig fyrir fram þegar Blær sussaði og benti niður í snjóinn. Þykk, kringlótt fótspor fóru þvert á slóðann þeirra og lágu sem leið lá beint upp hólinn vinstra megin við þær.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=