Fimbulvetur

52 „Blær!“ kallaði hún innan í hjálminum. „Það er einhver annar hérna! Á milli húsanna fyrir framan okkur!“ „Þetta er ég! Drífðu þig eða ætlarðu að standa þarna í allan dag?“ Katrín dauðskammaðist sín þegar gráa veran veifaði til hennar og benti henni að koma. „Ég veit, ég er að koma,“ svaraði hún og þóttist hafa verið að grínast. Hún hljóp um ísi lögð holt og hæðir og náði vinkonu sinni uppi á þykkum klaka- kletti sem vísaði út á frosthafið mikla. „Einhvers staðar, lengst hinum megin á hnettinum, er hafið enn þá frjálst,“ sagði Katrín og horfði dreymin á stífar öldurnar sem höfðu staðið í stað áratugum saman. „Stundum veit ég ekki hvort ég þrái frekar,“ hélt hún áfram, „að komast út í geiminn eða ferðast til heitu landanna hér á Jörðu niðri. Hvort tveggja virkar álíka fjarlægt og ómögulegt.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=