Fimbulvetur

51 skutu smágöddum fram úr sólunum svo þær áttu auðveldara með gang. Katrín virti gömlu ísborgina agndofa fyrir sér. Sum húsin voru himinhá, önnur rústir einar en öll skínandi frosin og þakin blikandi frostrósum sem glitruðu eins og demantar undir geislum sólarinnar. Náttúran hafði gleypt borgina og eignað sér hvern einasta fermetra. Katrín velti því fyrir sér hvort raunverulegt fólk leyndist undir ísnum einhvers staðar, helkalt og frosið til eilífðarnóns. Ætli sálirnar hafi þá smitast yfir í snjókristalana og grýlukertin? Hún sá frostrisann hans afa í hverri einustu húsarúst og á svipstundu var stúlkan reiðubúin að trúa öllu sem hún hafði heyrt um tröll, álfa og kuldabola. Hjartað tók kipp þegar hún kom auga á eitthvað sem hreyfðist á milli tveggja húsa fram undan. Gráleit veran virkaði ógnarstór innan um hvítan bakgrunninn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=