Fimbulvetur
49 Með þeim orðum urraði lyftan ógurlega og nam staðar. Vindurinn vældi meðfram hurðinni og Katrín dró andann djúpt til að mæta kuldanum sem tók á móti þeim þegar dyrnar loks opnuðust. Veðrið var stillt, himinninn heiðskír og hangandi hátt þar uppi var sjálf sólin. Katrín hafði stundum fengið að fara með bekknum í vettvangsferðir upp í gamla varðturninn þegar vel viðraði. Þaðan var hægt að sjá móta fyrir sólinni í gegnum hnausþykkt og rispað glerið. En hér skein hún svo skært að Katrín fékk ofbirtu í augun. Og það var dásamlegt. Blær fór fram úr henni og tók stefnuna út fyrir lyftusvæðið. Loftræstirörin stungu upp kollinum á víð og dreif, eins og risavaxin slönguhöfuð sem höfðu frosið í hel fyrir óralöngu síðan. Þær þrömmuðu hljóðlaust út á glerhála snjóbreiðuna. Snjallskórnir
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=