Fimbulvetur

48 Katrínu varð skyndilega hugsað til afa síns og gamallar þjóðsögu sem hann hafði sagt henni þegar hún var smástelpa. Hún opnaði munninn og út vall sagan, nánast fyrirvaralaust, eins og afi væri að tala í gegnum hana. Hún sagði Blæ frá manninum sem varð frostinu að bráð því hann neitaði að yfirgefa húsið sitt eftir kuldakastið mikla. „En hann dó ekki, því frostið umbreytti ísköldum líkamanum sem stækkaði eftir því sem meiri snjór og ís festist við hann, þar til hann varð ógnarstór ófreskja. Innst inni var samt enn vottur af því mennska, minningar um manninn sem eitt sinn lifði. Tíminn leið og byggðin færðist neðan- jarðar. Frostrisinn ráfaði um landið í leit að fjölskyldu sinni og eftir ótalmörg ár tókst honum loks að brjóta gat ofan í neðanjarðarborgina, beint ofan á húsið hjá afkomendum sínum, og kuldinn át þau öll með tölu.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=