Fimbulvetur

47 stríða þeim. Katrín svaraði játandi og fór einu sinni enn yfir öll öryggisatriðin sem hún hafði kynnt sér varðandi notkun á hlífðarbúningum í útiveru. „Veðrið gæti ekki verið betra,“ útskýrði Blær, „sól og heiðskírt, ég sá það út um gluggana þegar ég fór fram úr áðan.“ Sólin. Katrín hafði varla hugsað út í það í öllum hasarnum við undirbúninginn en nú fengi hún tækifæri til að sjá sólina með eigin augum. „Við getum ekki verið lengi,“ sagði hún, til að minnka aðeins kvíðann og eftirvæntinguna í sjálfri sér, „tuttugu mínútur, hálftíma í mesta lagi, í mesta lagi.“ „Engar áhyggjur,“ svaraði Blær, „við skreppum bara í smá stund.“ Enn hökti lyftan upp á við. Ferðin virtist endalaus.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=