Fimbulvetur

45 „Ert þú nú orðin af góð til að mæta í skólann?“ Lúkas hallaði sér upp við grjótvegg neðar á veginum, undir hátalara sem spilaði seiðandi sjávarhljóð, og fylgdist með þeim drösla töskunni eftir götunni. Katrín hafði ekki séð vin sinn í þrjá daga og var næstum búin að gleyma að hann væri til. „Við fengum frí í dag til að sinna mikilvægu verkefni,“ var Blær fyrri til að svara, „og höfum engan tíma til að spjalla.“ „Ekki treysta henni, Kata,“ kallaði Lúkas og reyndi að hljóma vina- legur, „svona fólk hugsar bara um sjálft sig!“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=