Fimbulvetur
44 Óbyggðir Auðvitað vissi Katrín að hún mætti ekki fara til gömlu ísborgarinnar. Foreldrar hennar fóru upp af og til að sinna við- gerðarstörfum tengdum loftræstikerfinu en dvöldu aldrei augnabliki lengur en nauð- syn krafði. Hún hafði heyrt sögur frá þeim um kuldann og frostið og hræðileg slys sem höfðu átt sér stað á árum áður. Það tók Katrínu tvo daga að finna leið fyrir þær til að stela hlífðarbúningum for- eldra hennar. Hún gekk úr skugga um að búningarnir væru í lagi og að foreldrarnir væru uppteknir við önnur störf. Blær kom með henni heim að sækja gripina. Þær pökkuðu búningunum ofan í þunga málmtösku og voru rétt komnar út á breiðgötuna þegar kunnugleg rödd kallaði.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=