Fimbulvetur

42 „Öll önnur fæða er ræktuð með bakteríum og jarðvarma. Af og til fáum við kaldpressaða afganga frá Samsteypunni. En annars er ferskmetið þeirra mestmegnis sent út í geim.“ „Mhm,“ svaraði Blær, „og hvar geymið þið svo súrefnisplönturnar?“ Katrín benti upp í loftið á grængresið sem myndaði raðir meðfram öllum veggjum. „Þær eru alls staðar,“ útskýrði hún, „og mynda flókið kerfi sem viðheldur rétta loftslaginu. Og heita vatnið er allt undir götunum. Saman myndar þetta hringrás lífsins hérna niðri.“ Hún hljómaði alveg eins og mamma hennar. „Foreldrar þínir starfa við lífræna umönnun, er það ekki?“ spurði Blær, nánast eins og hún gæti lesið hugsanir. „Hvernig veistu það?“ spurði hún og svaraði þar með óvart játandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=