Fimbulvetur

39 „Fornminjar.“ Katrín hljómaði vonsvikin. „Það er svo sem alveg áhugavert en dýralíf er uppáhaldið mitt,“ bætti hún við. „Finnst þér ekki ótrúlegt að fólk hafi einu sinni búið með alvöru dýrum?“ Þær stigu inn í langan, breiðan sal með kúptu lofti og skjáveggjum til hliðanna. Hér gátu íbúarnir séð hvernig forfeður þeirra og formæður bjuggu uppi á yfir- borðinu í veröldinni sem áður var. Stúlkurnar gengu fram hjá ægifögrum kastala frá því á miðöldum, yfir að píramídum frumskóganna og loks inn í öngstræti stórborgar með glitrandi ljósum, mannlífi og rigningu. Borg sem hafði fyrir löngu sokkið í sjóinn. „Nokkuð gott,“ var úrskurðurinn þegar Blær steig út hinum megin salarins, „en þú ættir að prófa sýndarveruleika- herbergið okkar uppi í skipi, miklu betri upplausn.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=