Fimbulvetur
38 sinn síðan í barnæsku. Þar var búið að rækta undursamlega brún og græn tré sem teygðu krónurnar upp að hellisþakinu. Fyrir ofan voru risavaxnir ljóslampar, eftir- hermur af sjálfri sólinni, og moldin var full af sérstökum bakteríum sem Katrín kunni ekki alveg að útskýra en mamma hennar hafði einfaldlega lýst sem svo að þær gæfu trjánum endalaust líf. „Huggulegt,“ sagði Blær og bankaði létt á einn trjábolinn, „ekki ósvipað bakgarð- inum heima.“ Hún gekk stuttan hring í rjóðrinu og virtist ekki sérlega hrifin. „Hvað er næst?“ Katrín gat eytt heilu dögunum hér og bjóst við aðeins meiri viðbrögðum. Hún leiddi Blæ lengra inn í borgina, fram hjá stóra klifurleiksvæðinu og markaðstorginu, alla leið inn að sýningarsalnum. Hún las upphátt af upplýsingaskjá um efni dagsins.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=