Fimbulvetur

34 og datt ekkert annað í hug en að fylla munninn af bragðlausri kássu. „Þú þurftir ekkert að klaga fyrir mig,“ bætti Blær við eftir nokkra þögn, „ég get alveg séð um mig sjálf.“ „Hvers vegna heldurðu að það hafi verið ég?“ „Vegna þess að þú þorðir að setjast hjá mér.“ „Lúkas er ekki slæmur strákur. Hann á það til að missa dálítið stjórn á sér.“ „Hann missti nú bara dálítið yfir mig súpuskál,“ svaraði Blær pirruð. „Hann átti erfitt með þessi sýndarlæti með ávextina og hann var ekkert einn um það,“ hélt Katrín áfram. „Fyrir flestum er heimurinn ekki miklu stærri en nýlendan okkar neðanjarðar. Við erum í rauninni hálfgerðar pöddur; klæðum okkur öll eins, hugsum eins, lokuð inni alla daga,

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=