Fimbulvetur
32 „Skrísur,“ svaraði Blær eins og ekkert væri eðlilegra, „mamma er hrifin af þeim. Þær þykja víst lostæti, sérstaklega á Títan.“ Katrín lokaði augunum og þefaði upp úr boxinu. Ilmur utan úr geimnum, hugsaði hún og reyndi að leggja lyktina á minnið. „Ég myndi bjóða þér bita ef ég væri ekki hrædd um að koma aftur af stað slagsmál- um.“ Hún sneri sér að nokkrum starandi krökkum sem voru snöggir að líta undan. „Eru þær góðar?“ spurði Katrín og fékk sér bita af sinni kássu. Karríbragð í dag. Eins og alla miðvikudaga. „Allt í lagi. Ábyggilega betra en prótín- maukið sem þú ert með. Þessar pöddur eru að minnsta kosti með persónuleika.“ Hún afhausaði eina á milli framtannanna og Katrín fékk vatn í munninn af krydd- anganinni. „Dálítið eins og við, þá,“ svaraði Katrín. „Hvað meinarðu?“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=