Fimbulvetur

31 svona mikil völd? Kennarinn virtist dauð- hræddur við hana og það sem eftir var kennslustundar tiplaði hann á tánum eins og mús frammi fyrir villtum ketti. Í hádegishléinu sat Blær ein á sama stað. Vanalega hefði Katrín fundið sér sæti við hliðina á Lúkasi en nú stóð hún með matarbakkann í höndunum og velti fyrir sér hvort hún ætti að taka af skarið og fá sér nýjan sessunaut. „Laust hér?“ Eðlan urraði. „Ég er ekki með neina ávexti í dag,“ svaraði Blær og ýtti fram matarbakkanum sínum. „Ákvað að prófa pöddur.“ Katrín kíkti ofan í og virti fyrir sér skál fulla af litlum skordýrum, bökuð inn í brúnt deig, skreytt með grænu kryddi og rauðum grænmetisbitum. „Hvernig pöddur eru þetta?“ spurði Katrín og slengdi skálinni sinni á borðið til hennar, án þess að biðja aftur um leyfi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=