Fimbulvetur

29 Heima sagði hún engum frá atburðum dagsins og næstu nótt dreymdi hana endalaus geimskip. Morguninn eftir átti hún von á að mæta Lúkasi á leiðinni í skólann en hann var hvergi að sjá. Borðið hans stóð tómt í stofunni en Blær sat á sínum stað, einbeitt og herská á að líta. Kennarinn bauð góðan daginn og lét eins og ekkert hefði í skorist síðan hann kvaddi hópinn síðast. „Hvar er Lúkas?“ spurði einn vina Lúkasar. „Lúkas er í tímabundnu leyfi frá skóla,“ útskýrði Davíð og dæsti. „Hvað meinarðu?“ spurði strákurinn æstur. „Hvers vegna?“ „Þið luguð öll að mér í gær og ég tek því ekki létt,“ svaraði Davíð alvarlegur, „en sem betur fer var einn nemandi sem sá sóma sinn í því að segja satt.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=