Fimbulvetur

28 Pöddur með persónuleika Þegar Blær skilaði sér ekki aftur inn í stofu eftir atvikið í matsalnum spurði Davíð kennari fregna. Bekkurinn, allur sem einn, tók undir lygi Lúkasar um að stúlkan hefði látið sig hverfa án þess að kveðja kóng eða prest. „Hún þykist vera betri en við hin,“ sagði hann, „og er örugglega flogin aftur til sinna heima. Farið hefur fé betra.“ Katrínu dauðlangaði að rétta upp hönd og leiðrétta lygina en þótt hún væri reið út í vin sinn þorði hún ekki að andmæla honum frammi fyrir hópnum. Hún beið þar til skólinn var búinn og Davíð var einn að ganga frá í stofunni. Þá sagði hún satt og rétt frá öllu og flýtti sér síðan heim á leið til að þurfa ekki að vera samferða Lúkasi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=