Fimbulvetur

27 Blær klóraði eðlunni og hleypti henni aftur ofan í veskið. Hárið lá klístrað niður yfir andlitinu eins og slímug slæða. Katrín ákvað að grípa tækifærið, sótti þurra tusku á bak við borðið í mötuneytinu og gekk hægum skrefum yfir til stúlkunnar. „Gjörðu svo vel,“ sagði hún ofur lágt og lagði tuskuna á þurra hluta borðsins. Blær tók þögul á móti og notaði tuskuna til að ýta hárinu upp á við og aftur á bak. Hún fitlaði eitthvað við eyrun á sér áður en hún leit framan í Katrínu. Hún hafði skipt háralitnum yfir í dökkbrúnan til að fela matarsletturnar en reiðin skein úr rauðum augunum. Hún dró andann djúpt, kinkaði kolli og þakkaði Katrínu fyrir. Svo tók hún saman allt sitt hafurtask og lét sig hverfa með hraði út úr skólanum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=