Fimbulvetur
24 of langt í burtu til að heyra orðaskil. Reiðilegur tónninn leyndi sér þó ekki. Hún fikraði sig nær þeim til að fylgjast betur með og var ekki ein um forvitnina. „... veit ekki hvernig málum er háttað hjá hinum geimverunum á Neptúnusi eða Úranusi eða hvaðan sem þú kemur,“ heyrði hún Lúkas þylja yfir áhugalausri stúlkunni, „en hérna niðri stöndum við saman og hjálpumst að, þannig höfum við lifað af, ein og óstudd, því hér ræður enginn yfir okkur annar en við sjálf ...“ Katrín tók eftir að Lúkas stóð með súpu- skálina fyrir aftan bak og hélt henni þar bísperrtur. Að einhverju leyti skildi hún hvað var í vændum, en gat samt ekki fengið sig til að trúa því. „... og umfram allt er hér enginn betri en annar, sama hvaðan þeir koma eða hverju þeir luma á í nestisboxunum sínum.“ Lúkas lauk máli sínu og beið svars frá ungu konunni sem virti hann íhugul fyrir sér.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=