Fimbulvetur
21 Blær brosti út að eyrum, stóð rólega á fætur og skildi afganginn af nestinu eftir. „Gjörið þið svo vel!“ kallaði hún yfir hópinn. Katrínu dauðlangaði að berja og klóra sér leið að borðinu þótt það væri ekki nema fyrir einn lítinn appelsínu- bát. Hún vissi þó betur en að falla fyrir brögðum undarlegu stúlkunnar. Á meðan matarröðin leystist upp í kringum hana velti Katrín fyrir sér hvernig hún gæti átt greiðari leið að þessum kræsingum. Skólafélagarnir slógust eins og villihundar um smábitana. Blær stóð við útganginn og ef marka mátti brosið og hláturinn þá þótti henni greinilega ekki mikið til þeirra koma. Katrín þyrfti að standa á sínu og koma Blæ í skilning um að hún væri ekki jafneinföld og hinir krakkarnir. Hún gekk að kássupottinum, skammtaði sér skál af brúnu pödduprótíni og lét sig dreyma um alla þá fjársjóði og fríðindi sem gætu fylgt því að eiga vinkonu utan úr geimnum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=