Fimbulvetur

15 Blær. Katrín mótaði nafnið hljóðlaust með vörunum. „Blær? Hvers konar nafn er það?“ Það var Lúkas sem spurði. „Ertu strákur eða stelpa?“ „Hvers konar spurning er það?“ spurði Blær á móti. „Eins og það komi þér nokkuð við?“ „Ég vil bara vita við hvern ég er að tala,“ svaraði Lúkas. „Eins og maður tali eitthvað öðruvísi við stráka heldur en stelpur,“ muldraði Katrín nógu lágt svo enginn heyrði. Blær hreyfði sig í sætinu og jakkinn skipti aftur um ham. Örmjóar silfurnálar stung- ust upp innan um hreistrið. Hún hallaði sér fram og lét hárið síkka yfir andlitið. Katrín sá hana fitla eitthvað aftur á bak við eyrun. Svo sveiflaði hún hárinu frá og sneri sér svöl og yfirveguð að Lúkasi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=