Fimbulvetur

14 „Auðvitað ekki,“ svaraði stúlkan háðslega og klóraði eðlunni um höfuðið. Davíð kennari virtist álíka undrandi yfir litla gestinum eins og hinir krakkarnir. „Ekkert er raunverulegt,“ bætti stúlkan við og strauk hendinni eftir jakkanum sínum. Efnið skipti um áferð eins og fyrir töfra og ljósbrúnn mosinn umbreyttist í djúp- blátt hreistur. Því næst fitlaði hún eitthvað við eyrun á sér og Katrín sá ekki betur en að andlitið breyttist frammi fyrir augum hennar. Nefið varð flatara, hakan breiðari, munnurinn mjórri og ennið hærra. Allt í einu fannst henni þetta ekki vera stúlka heldur strákur sem sat við hliðina á henni. Bekkurinn var furðu lostinn þar til Davíð rauf loks þögnina. „Blær er á ferðalagi með móður sinni sem er í heimsókn á hálendinu á vegum Samsteypunnar. Ég treysti því að þið sýnið gestrisni og kurteisi á meðan á dvöl þeirra stendur.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=