Fimbulvetur
12 Gestagangur „Komið þið sælir, kæru nemendur,“ sagði Davíð kennari og hljómaði kurteisari en vanalega. „Í dag tökum við á móti nýjum nemanda sem kemur alla leið frá Satúrnusarstöð og verður hjá okkur næstu tvær vikurnar!“ Katrín trúði ekki eigin eyrum. Satúrnus? Þar bjó ríkasta og valdamesta fólkið í allri vetrarbrautinni. Þögn sló á bekkinn þegar unglingsstúlka birtist í dyragættinni. Hún settist á milli Katrínar og Lúkasar eins og paradísarfugl á villigötum. Þau fölleit að sjá í gráleitum skólabúningum, hún dökkbrýnd og klædd glitrandi gerviefni sem virtist saumað úr öllum litum regnbogans. Hárið var styttra en á hinum stúlkunum, biksvart með bláum bjarma, og ljósbrúnn jakkinn var mjúkur eins og mosi. Stúlkan renndi eldrauðum
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=