Fimbulvetur

10 grjótveggjunum til beggja hliða birtust myndir af skóglendi og stöðuvötnum. Fuglasöngur ómaði úr hátalarakerfinu, þótt enginn hefði séð fugl með eigin augum um áratugaskeið. Í nokkurra húsa fjarlægð beið unglings- drengur á aldri við Katrínu með sítt brúnt hár bundið eins og hálsklút undir hökunni. Katrín heilsaði vini sínum með stuttu faðmlagi. Þau voru bæði klædd í gráan búning sem sýndi að þau voru fjórtán vetra gömul og í sama árgangi. „Heyrðir þú lætin í nótt?“ spurði Lúkas að fyrra bragði. „Já!“ svaraði Katrín spennt og glöð að fá staðfestingu á að skjálftinn hefði ekki verið ímyndun. „Hvað var þetta eigin- lega?“ „Mamma heldur að þetta hafi verið geimskip að lenda. Pabba fannst það fáránleg hugmynd.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=