Fimbulvetur
8 Hún reyndi að sannfæra sig um að skjálftinn hefði verið draumur en lá engu að síður andvaka langt fram á nótt. Daginn eftir mættu foreldrar hennar að morgunverðarborðinu með augun límd við skjáina sína. „Er ekki allt í lagi?“ spurði Katrín þegar hún sá áhyggjuhrukkur á enni móður sinnar. „Jú, jú,“ svaraði hún, „bara leki í göngum ekki langt frá skólanum þínum. Ekki frost en nægur kuldi til að fella heila röð af plöntum.“ „Tengist það eitthvað látunum í nótt?“ spurði Katrín en þau könnuðust ekki við að hafa nokkuð heyrt. „Þig hefur dreymt þetta, elskan mín,“ útskýrði pabbi hennar og sturtaði í sig staupi af jurtaseyði, „og þú veist að það er ekkert óvenjulegt við smávegis frostleka í loftkerfinu!“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=