Fagráð eineltismála

Hvernig á að vísa máli til fagráðsins? Hvernig á að vísa máli til fagráðsins? Vísun máls til fagráðs eineltismála fer þannig fram að þú sendir tölvupóst á netfangið [email protected] með upplýsingum sem tilgreindar eru á vefslóðinni Ef þú treystir þér ekki til að senda inn skriflega greinargerð, getur þú haft samband við starfsmann fagráðs sem mun bjóða þér aðstoð við að skrá niður málavexti, annaðhvort með símtali eða viðtali. Ef fagráðið telur að málið sé hæft til vinnslu er það tekið til formlegrar afgreiðslu. Ef fagráðið telur að málið heyri ekki undir það skv. verklagsreglum er málshefjanda leiðbeint um viðeigandi næstu skref í málinu allt eftir eðli þess. Fagráðið aflar frekari upplýsinga frá málsaðilum, bæði skriflega og með viðtölum og er það háð eðli máls hverju sinni hvaða upplýsingum er kallað eftir og hverjir eru kallaðir í viðtal. Ráðgefandi álit er síðan gefið út og er það álitsgerð um málið og afstaða fagráðs til þess. Eftirfylgni með ráðgefandi áliti fagráðs er viðhöfð til að kanna hver sé staða máls og hvort þeim ráðleggingum sem fagráðið leggur til í áliti sínu hafi verið fylgt eða ekki. Ef ráðleggingum fagráðs hefur ekki verið fylgt eftir á fullnægjandi hátt aðmati fagráðsinsermennta- ogmenningarmálaráðuneyti https://mms.is/visun-mals

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=