97 semi SÞ skiptist niður á sex stofnanir. Mikilvægustu stofnanirnar eru allsherjarþingið, sem er umræðuvettvangur allra aðildarríkja, og öryggisráðið sem fylgist með hvort aðildarríki brjóti af sér. Fimm ríki eiga fastafulltrúa í öryggisráðinu, Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Kína. Ísland var eitt stofnríkja SÞ. Höfuðstöðvar eftirtalinna sérstofnana SÞ í Evrópu eru: UNESCO (Mennta-, vísinda- og menningar- stofnun) í París sem vinnur að friði og öryggi með því að efla alþjóðlegt samstarf með menntamálum og vísinda- og menningarstarfsemi. WHO (Alþjóðaheilbrigðisstofnunin) í Sviss sem vinnur að því að gefa öllum þjóðum heims kost á sem bestu heilbrigði. UNHCR (Flóttamannahjálpin) í Sviss sér bæði um að sinna flóttamönnum innan Evrópu og þeirra sem koma til Evrópu annars staðar frá í heiminum. NATO Atlantshafsbandalagið (NATO) er hernaðarbandalag Norður-Atlantshafsríkja, stofnað 1949, eftir seinni heimsstyrjöld, til mótvægis við útþenslu kommúnismans í Austur-Evrópu. Meginregla stofnsáttmálans var að ef ráðist væri á eitt aðildarríki jafngilti það árás á bandalagið í heild. Því mátti Sovétríkjunum, á tímum kalda stríðsins, vera ljóst að gerðu þau innrás inn í Vestur-Evrópu jafngilti það stríðsyfirlýsingu við Bandaríkin með allan sinn hernaðarmátt. Sovétmenn stofnuðu Varsjárbandalagið árið 1955, sem einnig var hernaðarbandalag Austur-Evrópuþjóða, til mótvægis við Atlantshafsbandalagið. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) eru alþjóðasamtök stofnuð árið 1945 af sigurvegurum seinni heimsstyrjaldar. Tilgangurinn með stofnun þeirra var að tryggja frið og öryggi meðal þjóða heims um alla framtíð. Þau eiga að tryggja jarðarbúum almenn mannréttindi, óháð kynþætti, kynferði, þjóðerni eða trúarbrögðum. Aðildarríki SÞ eru 193 og eru höfuðstöðvar þeirra í New York í Bandaríkjunum. StarfÚtbreiðsla NATO og Varsjárbandalagsríkja.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=