Evrópa

96 SAMVINNA Í EVRÓPU SCHENGEN Schengen er samstarf um helmings ríkja Evrópu, þ.m.t. Íslands, um sameiginlegt landamæraeftirlit. Samstarfið myndar því eins konar ytri landamæri. Markmið þess er fyrst og fremst að tryggja frjálsar ferðir manna yfir landamæri samstarfsríkjanna og að styrkja baráttuna gegn alþjóðlegri afbrotastarfsemi. Með frjálsum ferðum er átt við að ekki þarf að sýna vegabréf á landamærum. Vegabréfið er þó eina raunverulega persónuskilríkið og því nauðsynlegt að taka það með til að geta sýnt hver maður er. EES Evrópska efnahagssvæðið er samningur um sameiginlegt markaðssvæði aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) og Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), utan Sviss. Með samningnum fá EFTA-ríkin aðgang að innri markaði ESB án þess að ganga í Evrópusambandið. Einnig kveður samningurinn á um samvinnu ríkjanna í t.d. félags-, jafnréttis-, umhverfis-, mennta- og vísindamálum. Líkt og meðal aðildarríkja ESB gildir hið svokallaða fjórfrelsi einnig meðal aðildarríkja EES-samningsins. Samningurinn tók formlega gildi árið 1994. Ekki er nauðsynlegt að sýna vegabréf þegar ferðast er yfir landamæri innan Schengen-svæðisins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=