Evrópa

94 SAMVINNA Í EVRÓPU er samstarf fullvalda ríkja sem skuldbinda sig til að eiga með sér nána samvinnu á ýmsum sviðum og er það alltaf að þróast og taka á sig nýjar myndir. Þær reglur sem settar eru í ESB eru sameiginlegar og gilda því fyrir öll aðildarríkin. Sambandið vinnur í fjölda málaflokka og hefur eigið þing, Evrópuþingið, þar sem rúmlega sjö hundruð þingmenn sitja. Stærstu málaflokkar sambandsins eru landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, byggðamál og sameiginleg utanríkis- og varnarmál. Innan ESB er efnahags- og myntbandalagið. Ekki eiga öll aðildarríki Evrópusambandsins aðild að myntbandalaginu, þ.e. nota sameiginlega gjaldmiðilinn, evru, en þeim fjölgar. Til þess að geta tekið upp evruna sem gjaldmiðil þurfa aðildarríkin að sýna mikið aðhald í fjármálum sem getur reynst erfitt. Evran var tekin í notkun 1. janúar 2002. Ísland hefur talsverð tengsl við Evrópusambandið með aðild sinni að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA), Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og samstarfinu í Schengen. Einnig hefur Ísland tekið í gildi umtalsverðan hluta lagabálks ESB, undirritað reglugerðir og tekið þátt í stefnu þess um ýmis mál. Ísland á aðild að fjölda stofnana og áætlana sambandsins, þó án atkvæðisréttar. Með veru sinni í EES hafa Íslendingar aðgang að innri markaði Evrópusambandsins en um tveir þriðju hlutar erlendra viðskipta Íslands eru við aðildarlönd þess. Reglulega koma upp umræður um hvort Ísland eigi að sækja um fulla aðild að Evrópusambandinu. Ísland hefur sótt um aðild en dregið umsóknina til baka. Á næstu blaðsíðum er ítarlegar fjallað um stofnanir Evrópusambandsins, EFTA, EES og Schengen samstarfið. Evran er sameiginlegur gjaldmiðill sem ESB-ríki geta tekið upp.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=