91 Evrópuþjóðir á Íslandsmiðum Allt frá miðöldum hafa Evrópuþjóðir stundað fisk- og hvalveiðar á Íslandsmiðum. Á 15. og 16. öld stunduðu Baskar, Englendingar, Þjóðverjar og Hollendingar hvalveiðar hér við land. Eins og gefur að skilja áttu þessar þjóðir í miklum samskiptum við Íslendinga og versluðu við þá. Á einokunarárum Dana (1602–1787) var öll verslun við aðrar þjóðir en Dani hins vegar ólögleg. Þegar baskneskir hvalveiðimenn gerðust aðgangsharðir í samskiptum við Íslendinga, neyddu bændur til að selja sér matföng eða bara rændu þeim og greiddu Dönum ekki tilskilin gjöld fyrir veiðarnar, gaf Danakonungur út tilskipun árið 1615 um að Íslendingar mættu taka skip hvalveiðimanna frá Biscayaflóa og leggja áhöfnina að velli með hverju móti sem mönnum sýndist. Tilskipun þessi leiddi til vígaferla á Vestfjörðum 1615, en þess má geta að samskipti við hvalfangara voru yfirleitt góð. Á 19. öld voru Norðmenn ráðandi í hvalveiðum og komu á fót fyrstu hvalveiðistöðinni á Íslandi. Árið 1915 voru hvalveiðar bannaðar á Íslandsmiðum sökum ofveiði en aðalmarkmiðið með banninu var að útiloka útlendinga frá veiðunum. Fiskveiðar hafa verið stundaðar af mörgum þjóðum við Ísland. Má þar nefna Frakka, Breta, Þjóðverja, Hollendinga, Belga, Færeyinga, Dani og Norðmenn sem hafa allir stundað fiskveiðar í lengri eða skemmri tíma. Bátaflotinn samanstóð af árabátum, skútum og síðar togurum. Fiskveiðar- nar höfðu mikil áhrif á atvinnuhætti víða um land og hafa Íslendingar haft verulegan hag af viðskiptum tengdum veiðunum. Menn fiskuðu á skútum á Íslandsmiðum í kringum aldamótin 1900.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=