Evrópa

90 SUÐUR- EVRÓPA eru að mestu viðurkennd af alþjóðasamfélaginu sem hluti af Úkraínu. Mikil spenna ríkti á milli ríkjanna. Í ársbyrjun 2021 söfnuðu Rússar þúsundum hermanna og herbúnaði nálægt landamærum sínum að Úkraínu. Vöknuðu þá áhyggjur af hugsanlegri innrás. Ári síðar, þann 24. febrúar 2022, létu Rússar til skarar skríða og réðust inn í Úkraínu. Stríðið leiddi til flótta hátt í 10 milljóna manna sem er sá mesti í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld. Árás Rússa hefur víða verið fordæmd, m.a. af Sameinuðu þjóðunum sem krefjast þess að rússneskar hersveitir yfirgefi Úkraínu að fullu. Mörg lönd settu viðskiptaþvinganir á Rússland. Átök og stríð brjótast því miður reglulega út, hvort sem er í Evrópu eða utan hennar. Til að reyna að koma í veg fyrir að slíkt gerist hafa samfélög bundist alþjóðlegum samtökum. Eitt af heimsmarkmiðunum er að stuðla að friðsamlegum samfélögum án ofbeldis og átaka. Átök valda ekki aðeins mannlegri þjáningu heldur geta þau einnig skapað neyðarástand. Í stríðsátökum neyðist fólk oft til að flýja heimili sín og yfir landamæri, fyrirvaralaust. Það getur ekki snúið aftur til síns heima fyrr en aðstæður þar verða stöðugar á ný. Alþjóðasamfélagið hefur skuldbundið sig til að veita flóttafólki vernd. Ófriður í álfunni Í gegnum aldirnar hefur oft ríkt ófriður í Evrópu. Hófust t.d. báðar heimsstyrjaldirnar á átökum innan Evrópu eins og fjallað var um í kaflanum um VesturEvrópu. Ef við lítum nær okkur í tíma eru tvenn átök sem við skulum beina sjónum okkar að. Þau fyrri eru átökin á Balkanskaga sem hófust 1991. Þá hafði lengi ríkt friður í Evrópu og íbúar álfunnar urðu furðu lostnir þegar nágrannar á Balkanskaganum hófu blóðugt stríð sem stóð í fjölda ára. Upphafið má rekja til þess að sambandsríkið Júgóslavía var að liðast í sundur, þar ríkti mikil efnahagslægð, járntjaldið var að falla og þjóðernishyggja varð mjög áberandi. Ólíkum þjóðarbrotum innan Júgóslavíu tókst ekki að miðla málum og upp blossuðu átök. Friður komst ekki á fyrr en tíu árum síðar. Segja má að átökin á Balkanskaga hafi í raun verið mörg stríð sem háð voru í fyrrum Júgóslavíu, þ.e. Slóveníu, Króatíu, Serbíu, Svartfjallalandi, Bosníu og Hersegóvínu, Kosovó og Norður-Makedóníu. Síðari átökin eru stríðið í Úkraínu sem er hluti af langvarandi átökum sem hófst á milli Rússlands og Úkraínu árið 2014 og jafnvel fyrr. Átökin snerust um stöðu Krímskaga og héruð í austurhluta Úkraínu sem Það getur tekið þjóðir nokkrar kynslóðir að jafna sig eftir stríðsátök.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=