89 þar eru ræktaðar helstu korn- og grænmetis- tegundir. Iðnaður er stundaður til útflutnings, s.s. efna-, matvæla- og textíliðnaður og ýmiss konar vélbúnaðarframleiðsla. Ferðaþjónusta skipar stóran sess í atvinnulífi landsmanna og hefur gert um langa hríð. Að vísu varð bakslag í ferðaþjónustu þegar stríðið á Balkanskaga geisaði en markvisst hefur verið unnið að því að byggja upp ferðaþjónustuna að nýju og felast mikil tækifæri fyrir Króata í endurreisn hennar enda landið afar fallegt og eftirsóknarvert að heimsækja. Hvar er Hvar? Ein af Dalmatíueyjunum við Króatíu heitir Hvar og er hún ein af perlum Adríahafsins. Þangað kemur fjöldi fólks í leit að kyrrð og ró og til að njóta þess sem eyjan hefur upp á að bjóða, milt loftslag, fallegan arkitektúr og einstaka menningu. Þar er náttúrufegurð mikil. Eyjan liggur vel við siglingum og hafa eyjar-skeggjar stundað skipulagða ferðaþjónustu allt frá miðri 19. öld. Ankara Tyrkland Stærð 770,000 km² Íbúafjöldi 88 milljónir Höfuðborg Ankara Tungumál tyrkneska Orðalisti Já – evet Nei – hayır Takk – teşekkürler Ég elska þig – seni seviyorum Þjóðlegur matur Kebab Pilaki – baunaréttur Pilaki – hrísgrjónaréttir Gamli borgarhlutinn í Dubrovnik í Króatíu. Zagreb Króatía Stærð 57.000 km² Íbúafjöldi 3,9 milljónir Höfuðborg Zagreb Tungumál króatíska Orðalisti Já – da Nei – ne Takk – hvala Ég elska þig – volim te Þjóðlegur matur Skinka frá Dalmatien Ostar frá eyjunni Pag
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=